Þátturinn Þrír í útvíkkun er í umsjón þeirra Munda, Silla og Palla og er á dagskrá á miðvikudögum frá klukkan 18:00 til 20:00 að íslenskum tíma.
Nafn þáttarins hefur ekkert með útvíkkun legháls kvenna eða fæðingar barna að gera. Aldeilis ekki.
Þeir þrír eru í stöðugri útvíkkun á sál eins og við öll erum alla daga.
En þeir reyndar á líkama líka. Því ekki grennast þeir með aldrinum. Ó nei. Því fer fjarri.
Á dagskrá 29.01.2025 kl 18:00
Þáttur kvöldsins var síðasti þáttur þeirra þriggja í útvíkkun á Radio PSB.
Silli var vant við látinn og því voru það Mundi og Palli sem stjórnuðu þættinum.
Talsamband við útlönd: Spjallað við Hjalta Þór í Bandaríkjunum um fyrstu viku Trumps í forsetaembætti.
Skrítnukallalög og hamfarapopp voru leikin. Í rest þáttarins heyrðum þeir í Silla sem sagði frá af hverju hann gat ekki verið með í þættinum.
Aðgengilegt í þónokkuð marga mánuði.
Á dagskrá 22.08.2025 kl 18:00
Þáttur kvöldsins var helgaður Gunnari Þórðarsyni sem fagnaði 80 ára afmæli sínu þann 4. janúar síðastliðinn.
Leikin voru lög eftir Gunnar í flutningi hans og nokkurra annara.
Tilkynnt var um mjög líklega lokun útvarpsstöðvarinnar Radio PSB vegna lítillar hlustunar og lélegra brandara í þættinum.
Stjórnendum þáttarins tókst enn og aftur að tala aðeins um sig sjálfa.
Aðgengilegt í þónokkuð marga mánuði.
Á dagskrá 08.01.2025 kl 18:00
Í þætti kvöldsins var óveðursþema. Þeir gaurar hringdu í Eyjólf Val Gunnarsson sem sér um að halda Holtavörðuheiði opinni á veturna.
Spiluð voru nokkur veðurlög og tvö ný frumsamin lög af gervigreind. Rætt um veður, söng, mat og fleira.
Aðgengilegt í þónokkuð marga mánuði.
Á dagskrá 01.01.2025 kl 18:00
Gleðilegt ár kæru lesendur. Í þessum þætti var rætt um breiðþotur, mat, TEMU og fleira. Leikin voru illa valin lög á slide flute, renniflautu á íslensku, og stáltungutrommu.
Sagt var frá ferðalögum og nokkur lög spiluð.
Aðgengilegt í þónokkuð marga mánuði.
Á dagskrá 18.12.2024
Í þessum þætti var jólalagaþema. Hringdu þeir þrír í útvíkkun í tvo viðmælendur. Fyrst var það Ásdís Aþena Magnúsdóttir sem sagði frá jólalaginu sínu, Björt jól.
Skúli Gautason sagði svo frá hvernig eitt vinsælasta jólalag íslandssögunnar, Jólahjól, varð til.
Andri Hrannar sagði frá hrútasýningu sem hann ætlaði að taka þátt í en var rekinn úr keppni.
Aðgengilegt í þónokkuð marga mánuði.
Á dagskrá 11.12.2024
Í þessum þætti sem byrjaði tæpum klukkutíma seinna en venjan er, var sænskt þema. Hringt var í Halla Ara bassaleikara sem hefur búið í Svíþjóð og spilað með sænskri hljómsveit sem er samt ekkert mjög sænsk.
Spiluð voru nokkur sænsk lög. Rætt var um mat og heilahristing.
Einnig var rætt um fleira.
Afsakið hljómgæði þessa þáttar sem eru í verra lagi.
Aðgengilegt í þónokkuð marga mánuði.
Á dagskrá 04.12.2024
Í þessum þætti var þemað íslenskt málfar. Málfræðivillur og leiðréttingar voru reifaðar. Atli Steinn Guðmundsson blaðamaður hjá Morgunblaðinu
var í heljarlöngu viðtali við þáttinn um reykingar, drykkju og svo var hann spurður að litlu leyti út í íslenskt málfar.
Spilað var óskalag í beinni útsendingu á trommu og tvo gítara. Sungið tvíraddað á köflum. Andri Hrannar á FM Trölla kom í viðtal úr stúdíói sínu á Canari hvar hann býr.
Ræddi hann þá stórhættulegu iðju að herma eftir jólasveininum.
Aðgengilegt í þónokkuð marga mánuði.
Á dagskrá 27.11.2024
Í þessum þætti var Silli vant við látinn vegna anna, eins og stundum er sagt. Því voru það Mundi og Palli sem stjórnuðu þættinum í dag.
Tekið var upp á því að hafa þema í þættinum og verður það gert framvegis að vera með þema. Í dag var þemað “harmonika”.
Þeir hringdu í Einar Rúnarsson hljómborðsleikara Sniglabandsins og spjölluðu við hann um harmonikur. Einar sagði frá því þegar hann kveikti í
harmonikunni á Gauki á Stöng ásamt öðru óhappi sem hún lenti í meðan hann átti hana. Leikin voru harmonikulög.
Aðgengilegt í þónokkuð marga mánuði.
Á dagskrá 20.11.2024
Í þessum þætti var dúóið Astro Verse í viðtali um nýútgefna EP plötu sem er aðgengileg á streymisveitum.
Einnig var reynt að ræða að einhverju viti við Jón Þór Helgason en hann vinnur að plötu um mat sem hann ekki borðar.
Aðgengilegt í þónokkuð marga mánuði.
Á dagskrá 13.11.2024.
Mundi, Silli og Palli segja skemmtilegar sögur og líta öðruvísi á hlutina. Þátturinn var ekki mjög slæmur en heldur ekkert of góður.
Aðgengilegt í þónokkuð marga mánuði.
Á dagskrá 06.11.2024.
Sedoranir í Sedoronum. Þáttur þar sem Mundi , Silli og Palli segja skemmtilegar sögur og ákveða nafn á næsta þætti. Þessi þáttur var klúður í gegn, að mestu leiti.
Aðgengilegt í þónokkuð marga mánuði.