Hjálmar – Morgunóður

Hjálmar – Morgunóður post thumbnail image

Hljómsveitin Hjálmar gefur út nýtt lag.

Nýtt lag frá Hjálmum – Morgunóður kemur út 23. maí

Hinn ástsæli hljómsveitarhópur Hjálmar fagnar sumrinu með útgáfu nýs lags, Morgunóður, sem kemur út föstudaginn 23. maí. Lagið er eftir Þorstein Einarsson, sem syngur og leikur á gítar í laginu.

Morgunóður er upplyftandi morgunkveðja sem fangar kjarnann í því sem Hjálmar hafa staðið fyrir frá upphafi – hlýja tóna, vandaða textagerð og fyrsta flokks hljóðfæraleik.

Hjálmar í þessu lagi eru:
Þorsteinn Einarsson – Söngur, gítar
Sigurður Guðmundsson – Hljómborð, raddir
Guðmundur Kristinn Jónsson – Gítar
Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson – Bassi
Helgi Svavar Helgason – Trommur

Sérstakir gestir:
Óskar Guðjónsson – Saxófónn
Eiríkur Orri Ólafsson – Trompet
Rakel Sigurðardóttir – Raddir

Gestur Sveinsson, Guðmundur Kristinn Jónsson og Sigurður Guðmundsson sá um upptökur, hljóðblöndun og hljómjöfnun. Upptökur fóru fram í Flóka, Hljóðrita og Skammarkróknum.

Morgunóður verður fáanlegt á öllum helstu streymisveitum frá og með 23. maí.

Related Post