Er útvarpsstöðin Radio PSB hætt?

Er útvarpsstöðin Radio PSB hætt? post thumbnail image

Já, þetta er ansi góð spurning. Stutta svarið er já.
Langa svarið er leiðinlegt svo það verður ekki skrifað hér.
Miðlungs stutta/langa svarið er að útvarpsstjóri segir það of dýrt að borga stefgjöldin fyrir örfáa hlustendur.
Um er að ræða ca 250 000 íslenskar krónur fyrir eitt ár.
Það var ekki skoðað í upphafi útsendingar en alltaf er nú gott að vera vitur eftir á.

Stöðin er reyndar sett upp þannig að lítið eða nánast ekkert mál er að starta henni ef allt í einu skyldu dúkka upp peningar sem gæti farið í stefgjöld.
Með þessu er útvarpsstjóri ekki að sníkja pening af lesendum. Hann nefnir þetta svona til að þú lesandi góður þurfir ekki að velta því fyrir þér lengur hvers vegna stöðin er ekki lengur í gangi.

Þess má geta að vinsælasti þáttur stöðvarinnar var tvímælalaust Þrír í útvíkkun í umsjón Munda, Silla og Palla.
Reyndar var þetta eini þátturinn líka fyrir utan þann fyrsta sem var á stöðinni sem hét Sedoranir í Sedoronum (ef rétt er munað).
Sá þáttur minnti meira á miðilsfund en útvarpsþátt, vert er að hlusta á hann.
Einnig er þess virði að hlusta á alla 10 þætti Þriggja í útvíkkun.

Hægt er að hlusta á þá með því að smella hér.

Takk fyrir lesturinn.

Related Post